Hönnun ROK leirmuna sækir innblástur í náttúru Íslands þar sem hið síbreytilega veður litar jökla, ár, eyðisanda og fjöll.  Í íslensku máli eru mörg orð sem lýsa veðri og veðurfyrirbrigðum og eitt af því sem mest er notað er orðið rok, en það vísar til vindstyrks.  Íslendingar, sem íbúar á eyju í miðju Norður Atlandshafi, eru vanir óblíðri náttúru.  Frá fyrstu búsetu Papa, Keltneskra munka sem komu til Íslands fyrir um 1200 árum, hafa Íslendingar búið í sátt við náttúruna.  Spírallinn er ráðandi tákn í Keltneskri menningu en sést einnig í ýmsum veðurfyrirbrigðum. Spírallinn sem einkennir ROK leirmunina er í þeim skilningi tilvísun í sambúð Íslendinga við óblíða náttúru í gegnum aldirnar, sem og sögu og menningu landsins.