Að skipuleggja ráðstefnu eða viðburð er krefjandi verkefni þar sem minnstu smáatriði skipta máli.  Sífellt er lögð meiri áhersla á sjónræna upplifun nú til dags.  Byggja þarf upp heildar hönnun sem samsvarar sér í útliti, formum og litum og hentar viðburði, aðstæðum og húsakynnum.  Best er að hafa samband við okkur á byrjunarstigi undirbúnings.  Þannig getum við aðstoðað við að skapa einstaka upplifun með hönnun og samsetningu blómaskreytinga sem henta ykkar viðburð.

Gátlisti
 • Hvaða svæði á að skreyta og hvaða hluta þess þarf að leggja áherslu á
 • Eru einhverjar óskir varðandi liti eða tegundir á blómum
 • Þarf að taka tillit til firma merkis (logo) eða annarra lita
 • Þarf að taka tillit til boðskorta, dagskrár eða annars prentaðs efni
 • Er eitthvað þema
 • Fjöldi gesta
 • Uppröðun borða
 • Þarf blómavendi fyrir sérstaka gesti s.s. tónlistarfólk, verðlaunahafa o.s.frv.
 • Hvenær þurfa skreytingarnar að vera komnar á staðinn
 • Hvenær getum við tekið niður skreytingarnar, lánaða vasa og grindur
 • Nafn og símanúmer tengiliðar á staðnum

Hafið endilega samband við blómaskreyta okkar sem munu aðstoða við að gera viðburð ykkar einstakan.