Hvernig brúðkaup hefur ykkur dreymt um?

Þegar kirkjuklukkurnar hringja inn í fallega skreytta kirkju stígur brúðurinn úr skreyttri bifreið.  Hún gengur inn í kirkjuna með fallegan brúðarvönd.  Inn í kirkjunni tekur brúðguminn á móti henni í sínu fínasta pússi með fallegt barmblóm í jakka boðungnum.  Allt er fullkomið, eins og ykkur hafði dreymt um.

Ef þetta er draumurinn ykkar, þá erum við rétta fagfólkið til að láta drauminn rætast með blómum sem verða minningar út lífið.

Hvaða óskir hafið þið?
 • Brúðarvönd
 • Barmblóm
 • Hárskart
 • Blóm á kjólinn
 • Brúðarmeyjar- og sveinar
 • Brúðarsveina stafi
 • Hringbera
 • Skreytingar fyrir myndatökuna
Kirkjuna:
 • Blómaskreytingar fyrir framan kirkjuna
 • Blómaskreytingar á kirkjubekkina
 • Blómaskreytingar á altarið og fremst í kirkjuna
Veisluna:
 • Skreytingar við andyri veislusalsins
 • Borðskreytingar
 • Skreytingar fyrir hlaðborð
 • Blóm á brúðartertuna

Hringdu og bókaðu viðtal við blómaskreyta okkar til að ræða óskir ykkar varðandi blóm fyrir brúðkaupið.  Það væri gott að hafa hugsað út í eftirfarandi fyrir fundinn.

 • Boðskort og annað prentað efni sem taka þarf tillit til
 • Mynd eða teikning af kjólnum.  Gott einnig að fá efnisprufu
 • Hugmyndir ykkar varðandi blóm s.s. eftirlætisblóm og litir
 • Viltu hárskart?
 • Verða brúðarmeyjar- sveinar.  Ef svo er, hver er aldur þeirra?
 • Skreytingar á bifreiðina
 • Blóm til að skreyta brúðkaupstertuna eða borðið
 • Uppröðun borða í veislusal
 • Nafn og símanúmer tengiliða, s.s. kirkju, veislusal o.s.frv.

Ef það er eitthvað annað sem við getum gert til þess að gera daginn ykkar sérstakan og eftirminnilega, þá hikið ekki við að ræða það við við okkur.